Í sumar mun ég bjóða upp á námskeið í fluguköstum fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeiðin verða haldin eitt virkt kvöld í viku og er hvert námskeið 1-2 klst að lengd.
Á námskeiðunum eru kennd öll helstu köstin sem gott er að kunna, svo sem köst í vindi, veltiköst, speyköst og köst fyrir straumharðar ár. Ekki má gleyma double haulinu, en með því að kunna rétt double haul má aldeilis bæta við lengd kastanna! Einnig ráðlegg ég um búnað og veiði við mismunandi aðstæður.
Fyrir upplýsingar um verð og dagsetningar námskeiða endilega bjallið í mig í síma 666-1990 eða sendið póst á borkur.smari@gmail.com
Ef einhverjar spurningar brenna á ykkur varðandi köstin ykkar, ef þið eruð ekki að kasta eins og þið vilduð, ekki hika við að senda mér línu og ég svara ykkur um hæl. Gleðilegt veiðisumar !
p.s. Ef þið hafið áhuga á einkakennslu þá er það að sjálfsögðu líka í boði.