Kastnámskeið í júlí

Í júlí fara af stað vikuleg kastnámskeið á einhendu fyrir byrjendur og lengra komna.

Námskeiðin eru 1 kvöld og eru þriðjudagsnámskeið meira ætluð byrjendum en fimmtudagsnámskeið ætluð þeim sem hafa reynslu í köstum. En öllum er frjálst að skrá sig á hvaða námskeið sem þeir vilja, sama hvert getustigið í fluguköstum er.

Námskeiðin verða sem hér segir.

Þriðjudagur 3. júlí frá 19:00-21:00 FULLT
-Sérstaklega ætlað byrjendum sem eru að stíga sín fyrstu skref í fluguköstum. Við förum yfir búnaðinn, gripið á stönginni, fræðina á bakvið köstin og í raun allt sem þarf að vita til að koma sér af stað í köstunum.

Fimmtudagur 5. júlí frá 19:00-21:00 
-Farið í atriði sem miða að því að minnka líkamlega áreynslu þegar við köstum. Þetta námskeið hentar þeim sem hafa reynslu af köstum og vilja láta köstin verða auðveldari og þægilegri. Double haul, líkamstaða, beiting úlnliðs og handleggs eru atriði sem meðal annars verða skoðuð sérstaklega.

 

Þriðjudagur 10. júlí frá 19:00-21:00  Byrjendanámskeið 
-Sérstaklega ætlað byrjendum sem eru að stíga sín fyrstu skref í fluguköstum. Við förum yfir búnaðinn, gripið á stönginni, fræðina á bakvið köstin og í raun allt sem þarf að vita til að koma sér af stað í köstunum.
Miðvikudagur 11. júlí frá 19:00-21:00
-Stjórn á flugulínunni í loftinu, hittni, að leggja fluguna rétt á yfirborðið og áhrif línu og taums á köstin ásamt fleiru. Þetta námskeið hentar þeim sem hafa annaðhvort tekið byrjendanámskeið eða hafa smá grunn í köstunum.
 

Fimmtudagur 12. júlí frá 19:00-21:00
-Lengd í köstunum, hvernig við náum þessari auka lengd sem þarf til að ná til fisksins. Farið í hvernig hægt er að auka við lengdina í köstunum með skilvirkum aðferðum sem lágmarka líkamlega áreynslu.

 

Þriðjudagur 17. júlí frá 19:00-21:00 
-Farið í hvernig Double Haul virkar. Hvað er það, hvað gerir það, hvaða tilgangi gegnir það, hvernig notum við það og hvenær. Þetta námskeið hentar fyrir þá sem eru komnir með grunn í fluguköstunum og þá sem kunna að nota double haul en vilja fræðast betur um tæknina á bakvið það og gagnsemi.

Fimmtudagur 19. júlí frá 19:00-21:00 
-Farið í gegnum Spey köst. Kynnumst Forward Spey, Single Spey, Double Spey, Snake Roll, Snap T og fleiri þekkt Spey-köst. Tengingin við veltiköst, tilgangur, gagnsemi og ánægjan við að kunna köst sem lúkka!

Skráning á námskeiðin fer fram á borkur.smari@gmail.com

Hvert námskeið kostar 5000 kr.

Hámarksfjöldi á námskeið er 5 manns og fara þau fram á Miklatúni.

Ef þið hafið áhuga á að læra eitthvað sem ekki verður farið í á námskeiðunum sem eru í boði, sendið þá póst á mig og þá er annaðhvort hægt að bóka einkatíma eða setja upp námskeið ef fjöldi þáttakenda er nægur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.