Framhaldsnámskeið var haldið á Miklatúni í gærkvöldi og tókst með eindæmum vel. Nokkrir af grunnnámskeiðinu frá því í seinustu viku komu aftur og fór af framhaldsnámskeiðinu með vitneskju um hvernig á að skjóta út línu, nota tvítog (Double Haul), kasta í vindi og veltikasta, ekki slæmt það 🙂
Svo eru tveir seinustu þættirnir af Fluguköstum að koma inná mbl.is um helgina og í þeim verður einmitt farið í hvernig á að veltikasta og nota tví-tog. Fylgist með hér
Síðan er um að gera að fylgjast með hér á síðunni og á facebook því það verður nóg um námskeið í vetur til að undirbúa veiðimenn undir næsta veiðitímabil.
Engin léleg köst + engir hnútar + engar flækjur = ánægjuleg fluguveiði
Svo er sjálfsagt að hafa samband ef ykkur vantar einkakennslu, fyrir einstaklinga eða hópa, best er að hringja í 666-1990 og spyrjast fyrir.