Þá er vetur genginn í garð og flestir fluguveiðimenn búnir að ganga frá sínum græjum og sestir við hnýtingaborðið. Það má nú samt ekki alveg gleyma köstunum yfir háveturinn því það er ekkert leiðinlegra en að eyða fyrstu túrunum í að leysa flækjur í flugulínunni og losa fluguna úr veiðijakkanum.
Það verða námskeið haldin í vetur, nákvæm lýsing er ekki til staðar enn en það verður stórt námskeið sem mun verða 4-6 skipti frá janúar og fram í apríl og svo styttri námskeið inná milli.
Nánari lýsing með námskeiðum sem verða í boði eftir áramót verður sett inn á allra næstu vikum.
En á meðan þá hvet ég ykkur til að horfa á myndbönd af flugukösturum, lesa greinar og reyna að mynda ykkur smá fróðleiksbanka sem mun nýtast ykkur í ykkar köstum.
Hér er stutt myndbrot þar sem meistarinn sjálfur, Steve Rajeff frá G-Loomis segir frá íþróttinni „Fly Casting“ og sýnt frá heimsmeistaramótinu sem var haldið í Noregi nú í sumar.