Fyrsta Grunnnámskeið vetrarins fór fram í Smáranum í dag og voru mættir 3 galvaskir fluguveiðimenn, staðráðnir í að bæta flugukastfærnina. Það tókst svo aldeilis glimrandi vel og fóru allir sáttir heim að loknu námskeiðinu. Egill og Beggi frá Sportveiðivefnum kíktu í heimsókn og tóku upp smá myndskeið af námskeiðinu sem má sjá á heimasíðu þeirra, www.sportveidivefurinn.is á næstu dögum. Hér að neðan eru svo nokkrar myndir af námskeiðinu í dag. Skráning á næstu námskeið í fullum gangi og flest pláss að fyllast, um að gera að bóka strax!