Jæja, þá voru mættir veiðimenn niðrí íþróttahús Smárans í Kópavogi kl 09:00 í morgun. Kaffi og kleinur á boðstólnum og byrjað var í rólegheitunum á að koma búnaðinum saman. Svo var farið í að rifja örstutt upp það helsta sem var farið í um seinustu helgi á Grunnnámskeiðinu og menn hafa greinilega verið að fylgjast með því enginn var búinn að gleyma neinu! En í stuttu máli þá var dagskráin þannig að við fórum betur í að ná að skjóta línunni út, lagðir voru niður húllahringir og hittnin tekin í gegn, við ímynduðum okkur vindasamar aðstæður og leystum þau kastvandamál með skilvirkum og einföldum aðferðum. Síðan var farið í að prófa sig áfram með veltikastið og að lokum renndum við hratt yfir Tví-togið en á Framhaldsnámskeiði 2 verður það eitt af meginþemunum.
Næsta Grunnnámskeið er þann 17. febrúar og er allt full á það en verið er að reyna að bæta við öðru svo ekki vera smeyk við að senda skráningu og ég svara um hæl hvernig staðan er. Síðan eru nokkur pláss laus á Grunnnámskeiðið þann 24. mars og þá eru ekki nema vika í að stangveiðitímabilið byrji ! Þetta er allt að gerast.