Jæja þá eru plássin á námskeiðin ört að fyllast og komnir biðlistar eftir námskeiðum. Ég hef því farið á stúfana við að finna nýja staðsetningu fyrir aukanámskeið og er sú vinna í fullum gangi. Tímasetningar á þeim námskeiðum verða líklega aðrar en jafnvel færast námskeiðin yfir á laugardagsmorgna frá 10-12 og 12-14. Námskeiðin verða samt haldin á sömu dagsetningum eins og áður auglýst námskeið, nema eins og áður sagði verða þau jafnvel á laugardögum í staðinn. Nánari upplýsingar verða sett inn á allra næstu dögum. Skráning er í fullum gangi og munu aukaplássin verða fljótt farin miðað við viðtökur undanfarnar vikur.