Rúm vika í fyrstu sumarnámskeiðin !

Þá er apríl mánuður senn á enda og veiðisumarið handan við hornið. Flugukastnámskeiðin vinsælu eru það líka og er nú aðeins rúm ein vika í að þau hefjist. Yfirlit yfir námskeiðin má sjá undir Dagsetningar námskeiða og munu ný námskeið birtast þar jafn óðum, en líklega munu nokkur Grunnnámskeið bætast við strax í maí mánuði vegna mikillar aðsóknar. Framhaldsnámskeið 1 og 2 eru svo tilvalin til að læra öll nauðsynlegu atriðin sem mjög gott er að kunna á veiðislóð.

Freestyle námskeiðin eru fyrir þá sem vilja bæta við sig þekkingu á einhverjum sviðum, hvort sem það séu köst í vindi, veltiköstin, spey köstin, tvíhenduköstin eða hvernig á að hnýta fluguna á tauminn! Freestyle námskeiðið veitir þér þá þekkingu sem þú vilt læra.

Framhaldsnámskeið 3, kastnámskeiðið þar sem þú færð tengingu úr „fræðilegu“ atriðunum og færir þau yfir í raunverulegar aðstæður við Vífilsstaðavatn. Hvernig er tilfinningin að geta kastað á móti vindi án þess að línan hrúgist niður fyrir framan nefið á þér. Með tæknina á hreinu og tilsögn á þessu námskeiði ertu vel í stakk búin/n fyrir komandi veiðisumar.

Veiðileiðsögnin, hvernig áttu að byrja í fluguveiðinni og bera þig að ? Svarið er á þessu námskeiði.

Skráningar á námskeiðin fara fram með því að senda línu á flugukast@gmail.com eða hringja í síma 666-1990. Ef einhverjar spurningar vakna þá ekki hika við að hafa samband.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.