Námskeiðin farin af stað!

Þá eru sumarnámskeiðin farin á fullt. Byrjað var á Grunnnámskeiði þann 8. maí í blíðskaparveðri og með hreint út sagt frábæra þátttakendur. Námskeiðið gekk að óskum og héldu margir áfram á næstu námskeið enda fer þetta fyrst að verða skemmtilegra þegar grunnurinn er kominn.

Pláss á Grunnnámskeiðin rjúka út eins og heitar lummur þessa dagana og því hefur tveimur nýjum Grunnnámskeiðum verið bætt við, sjá nánar undir Dagsetningar námskeiða. Ný Framhaldsnámskeið hafa einnig bæst í hópinn sem og ný námskeiðaþrenna en örfá pláss eru laus á þá fyrstu sem hefst nk. mánudag 20. maí. Námskeiðaþrennan er pottþétt leið fyrir fluguveiðimanninn að gera köstin klár fyrir sumarið. Farið er í öll atriðin sem vert er að kunna eins og t.d. köst í vindi, veltikastið, að skjóta línunni út, hittni, fræðsla um kastlykkjur og ýmsa kasttækni, tví-togið (double haul) og svo margt fleira.

Síðan ber að nefna Framhaldsnámskeið 3 við Vífilsstaðavatn en næsta námskeið þar verður  næsta sunnudag, 19. maí kl 16:30-18:30 en þar gefst þátttakendum kostur á að æfa og læra köstin á veiðislóð undir góðri leiðsögn og verða aðalatriðin á því námskeiði að æfa og læra veltikastið, að nýta þekkingu frá fyrri Framhaldsnámskeiðum og æfa köstin í vindi og margt fleira.

Skráning á námskeiðin fer enn fram með því að senda fyrirspurn á flugukast@gmail.com og skal hún innihalda nafn og símanúmer þátttakanda sem og heiti og dagsetningu námskeiðs sem viðkomandi vill láta skrá sig á.

Hér fylgja svo nokkrar myndir frá fyrsta Grunnnámskeiðinu 8. maí síðastliðinn.

08052013259[1] 08052013260[1]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.