Í gær fór fram fyrsta Framhaldsnámskeið 3 þetta sumarið. Farið var uppá Vífilsstaðavatn og fengum hvassa austan átt sem var nýtt til hins ýtrasta í að æfa köstin í vindi. Það gekk líka svona glimrandi vel og voru allir farnir að kasta flugunni í allar áttir án þess að vindurinn truflaði! Því næst var veltikastið krufið í þaula og að lokum voru þátttakendur svo áhugasamir um Spey köstin að við tókum fyrir þrjú Spey köst; Forward Spey, Single Spey og Snake Roll, þvílíkt gaman!
Nú halda Grunnnámskeiðin, Framhaldsnámskeið 1 og 2 áfram á fullu og eftir að hafa tekið þátt í þeim þá er Framhaldsnámskeið 3 frábær viðbót til að koma öllu því sem var lært í verk. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá þarf oft smá tíma í roki til að finna taktinn mótvindsköstunum.
Dagsetningar námskeiða eru hér og skráning fer fram með því að senda póst á flugukast@gmail.com með nafni, símanúmeri og því námskeiði sem þú vilt koma á.