Næstkomandi laugardag 1. júní kl 11:00 verða haldnir skemmtileikar fyrir flugukastara á bak við Skautahöllina í Laugardal. Flottir vinningar í boði fyrir fyrstu sætin og síðasta sætið! Vinningar eru frá Veiðihorninu, Veiðivon, Veiðiflugum, Vesturröst og Útilíf.
Keppt verður í Lengdarköstum, Hittni í mark og að kasta í gegnum húllahringi. Markmiðið er að allir þeir sem vilji komi saman og eigi skemmtilega stund þar sem fluguköst verða í forgrunni. Búnaður er á staðnum svo eina sem þarf er góða skapið og regnstakkur ef það ákveður að rigna á okkur.
Þátttaka er opin öllum þeim sem geta kastað með flugustöng, ungir, gamlir, konur, karlar! Ekkert þátttökugjald! Hlökkum til að sjá sem flesta.