Grunnnámskeið föstudaginn 7. júní og Framhaldsnámskeið 3 um næstu helgi

Þá er frábærri helgi að ljúka en margar uppákomur voru síðastliðna tvo daga. Það var haldin flugukastkeppni í Laugardalnum í gær og tókst hún glimrandi vel, þátttakendur skemmtu sér konunglega og ekki skemmdu vinningarnir fyrir. Veiðistöng frá LOOP, línur frá RIO, LOOP, Scientific Anglers og Airflo, klippur, flökunarhnífur, veiðigleraugu, hjólataska og fleira. Það er því til mikils að vinna næst þegar svona keppni verður haldin! Síðan var veiðimessa Veiðiflugna á Langholtsvegi og Sumardagar Veiðihornsins í Síðumúla og var vel mætt á báða viðburði og gleðin skein í gegn hjá veiðimönnum sem sjá fram á skemmtilegt veiðisumar.

Tveir merkir menn í fluguveiðiheiminum komu líka til landsins í fyrsta sinn en það voru þeir Simon Gawesworth og Jerry Siem, og héldu þeir m.a. sýningu uppá Vífilsstaðavatni á sunnudeginum. Simon er þaulreyndur í fluguveiði og köstum og hefur skrifað bækur og gefið út diska, en allsstaðar kemur hann þeirri fleygu setningu fyrir; „Master your foundation“ sem gæti útlagst á íslensku „náðu fullkomnu valdi á grunninum“. Grunnnámskeiðin vinsælu leggja mikið uppúr því að þátttakendur læri rétta grunninn og mörg af áhersluatriðum Simon’s eru höfð til hliðsjónar í kennslunni.

Það er því rétt að benda á að laus pláss eru á Grunnnámskeið nk. föstudag frá kl 19:00-21:00 og á Framhaldsnámskeið 1 og 2 í vikunni eftir en þar fyrst hefst gamanið! Síðan er Framhaldsnámskeið 3 á sínum stað en það getur reynst dýrmætt að æfa köstin og fá leiðsögn í „alvöru“ aðstæðum frá kennara því oft eru aðstæður þar aðrar en í logni á Miklatúni.

Allar dagsetningar eru í flipanum Dagsetningar námskeiða og fer skráning fram með því að senda póst á flugukast@gmail.com með nafni, símanúmeri og heiti og dagsetningu námskeiðs.

DCIM100GOPRO DCIM100GOPRO

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.