Vegna anna á öðrum vettvangi verða ekki haldin regluleg flugukastnámskeið sumarið 2014. Ef áhugi er á kennslu fyrir einstaklinga og/eða hópa er sjálfsagt að senda línu á flugukast@gmail.com og athuga með tíma, en eins og áður segir, verða ekki regluleg námskeið sumarið 2014.
Ég bendi áhugasömum á kollega minn og F.F.F. kennara Hilmar Þ. Jónsson í sambandi við námskeið og kennslu, s. 615-4512.
Að lokum vil ég óska öllum veiðimönnum/konum/börnum gleðilegs veiðisumars og bendi á flugukastkennsluþættina sem eru öllum opnir á mbl.is og má smella á tengla hér til hægri til að sjá þá.