Vegna flutninga erlendis verða ekki haldin námskeið í fluguköstum árið 2015. Auk þess verður ekki hægt að fá MPR stöngina í gegnum flugukast.is á þessu tímabili en ég bendi á að hægt er að versla hana á netinu á sambærilegu verði.
Eins og kom fram í færslunni á undan þessari þá bendi ég öllum áhugasömum um kennslu á Hilmar Þ. Jónsson F.F.F. kennara s. 615-4512.
Flugukastþættirnir verða enn á sínum stað hér hægra megin á síðunni en þar má finna kennslu og leiðsögn á 5 lykilatriðum flugukasta, hvernig á að kasta í vindi, veltikasta og margt fleira.
Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem hafa komið á námskeið undanfarin 2 ár og vonast til að þið æfið ykkur áfram og bætið færni ykkar í fluguköstum.
„I am not against golf, since I cannot but suspect it keeps armies of the unworthy from discovering trout.“
~ Paul O’Neil