Flugukastnámskeiðin vinsælu hefjast aftur í sumar eftir tæplega 2 ára pásu. Fyrirkomulag námskeiðanna verður með sama sniði og áður, en dagsetningar liggja ekki fyrir að sinni. Námskeiðin munu hefjast um miðjan júní og verða haldin reglulega út sumarið.
Í valmyndinni hér að ofan má sjá lýsingar á námskeiðum sem eru í boði, verðskrá, umsagnir o.fl. Áhugasamir eru beðnir um að senda tölvupóst á flugukast@gmail.com og munu þeir hinir sömu fá senda tilkynningu þegar dagsetningar námskeiða liggja fyrir.
Sjáumst á námskeiðum í sumar!