Þá eru fyrsta Grunnnámskeið sumarsins búið og það næsta orðið fullbókað. Námskeiðið þann 1. maí var haldið í svo til óspennandi veðri en þátttakendur létu það ekki á sig fá og köstuðu eins og enginn væri morgundagurinn. Enn eru nokkur pláss laus á Framhaldsnámskeiðin í maí en annars verða næstu Grunnnámskeið haldin í byrjun júní, auglýst síðar.