Nú er orðið fullt á fyrstu fjögur Grunnnámskeiðin. Það eru enn pláss laus á Framhaldsnámskeið 1 þann 21. maí. Allir með góðan grunn í fluguköstum ættu erindi á það námskeið þar sem kennt er að kasta í vindi, skjóta línunni lengra út og farið betur í gegnum búnað og græjur við mismunandi aðstæður.