Vegna fjölda áskorana hefur Grunnnámskeiði 30. júlí verið breytt í Kvennanámskeið í flugukasti. Uppsetning námskeiðsins nokkurnveginn eins og á Grunnnámskeið en eins og nafnið gefur til kynna þá er námskeiðið ætlað konum. Byrjendur sem lengra komnir eru hjartanlega velkomnir og fyrir þær sem eru lengra komnar er vel hægt að kíkja á tvítog (Double Haul), spey köst, köst í vindi og margt fleira ef óskað er eftir því. Námskeiðið kostar 10.000 kr pr. þátttakenda og verður haldið á kennslusvæði (gras) flugukast.is í Breiðholtinu.
Síðan verða haldin tvö krakkanámskeið þann 24. júlí nk, annað kl 12:00-13:30 og svo næsta kl 14:00-15:30. Haldin voru krakkanámskeið í vor sem vöktu mikla lukku og verður nú leikurin endurtekinn. 5 pláss laus á hverju námskeiði og verða barnastangir frá Veiðihorninu til taks á námskeiðinu fyrir þá sem eiga ekki stangir eða langar að prófa léttari og nettari græjur en þær sem mamma og pabbi eiga 🙂 Miðað er við að krakkar séu á aldrinum 10-14 ára en eldri og yngri krakkar eru einnig velkomnir. Námskeiðið kostar 8.000 kr pr. þátttakenda og er haldið á kennslusvæði flugukast.is í Breiðholtinu.
Skráning á bæði námskeiðin fer fram með því að senda póst á flugukast@gmail.com með nafni þátttakenda og símanúmeri (þáttakenda eða forráðamanns).