Í maí og júní verða fleiri námskeið haldin og nú munu allir þrír FFI vottuðu flugukastkennarar Íslands taka höndum saman og halda námskeið á vegum Flugukast.is. Kennarar eru þeir Björn Gunnarsson og Hilmar Jónsson ásamt Berki Smára, en þeir þrír eru einu flugukastkennararnir á Íslandi með kastkennararéttindi frá Fly Fishers International samtökunum. Námskeiðin verða svipuð að uppbyggingu, fjöldatakmörkun er við 5 manns á hverju námskeiði og eru gæði kennslunnar í fyrirrúmi. Námskeið hjá Birni og Hilmari fara fram á Miklatúni en í Breiðholti hjá Berki Smára.
Dagsetningar verða auglýstar með reglulegu millibili og má sjá þær hér. Skráning fer fram eins og áður með því að senda póst á flugukast@gmail.com með nafni, símanúmeri og netfangi og tilgreina á hvaða námskeið viðkomandi vill vera skráður á.