Spey kastnámskeið Veiðihornsins

Dagana 9. júní og 12. júní verður haldið fyrsta Spey kastnámskeið sumarsins. Hér förum við í fræðina á bakvið Spey köstin. Afhverju notum við þau? Hvenær notum við þau? Hvernig framkvæmum við þau? Hvaða búnaður hentar best í Spey köst?  Hvað heita þau og hvað gera þau? Double Spey, Single Spey, Snake Roll, Snap T/C, Dry fly Spey, Switch Cast og svo að gera þau öll „back-handed“. Kennt er bæði á tvíhendu og einhendu. Hér komast eingöngu 4 þátttakendur að og er námskeiðið 2×2 klst (tvö kvöld), annað kvöldið á grasi og hitt á vatni. Verð er 25.000 kr pr. þátttakenda. Við verðum síðan með línur og stangir frá Veiðihorninu sem hægt verður að prófa og æfa sig á og finna muninn á eiginleikum þessa búnaðar.

96253311_538098233743967_3829126106464649216_n