Börkur og F.F.I.

Ég heiti Börkur Smári Kristinsson og er viðurkenndur kastkennari frá Fly Fishers International, en alls eru um 1.400 F.F.I. kastkennarar í heiminum, þar af þrír á Íslandi. Heimasíða F.F.I. er www.flyfishersinternational.org

Til að öðlast réttindin þarf að standast bókleg og verkleg próf þar sem þekking kennarans á fluguveiði er metin svo og kasthæfni og hæfni til að kenna öðrum. Réttindin voru sett á fót af nokkrum aðilum sem vildu færa flugukastleiðsögn á hærra stig og sögðu við sig, „afhverju eru ekki til viðurkenndir flugukastkennarar eins og það eru til viðurkenndir golfkennarar“. Spurningin er sjálfsögð og svarið enn sjálfsagðara, auðvitað eiga flugukastkennarar að vera viðurkenndir líka.

Við það að standast námskeið á vegum F.F.I. er viðkomandi að standast þær kröfur sem þessi samtök setja þeim sem þau telja vera hæfa til að leiðbeina byrjendum sem lengra komnum í fluguköstum.

Með því að láta viðurkenndan kastkennara, frá F.F.I. eða öðrum sambærilegum samtökum, leiðbeina ykkur, þá eruð þið viss með að viðkomandi hafi aflað sér nægilegrar þekkingar til að vera fær um að kenna og leiðbeina veiðimönnum með köstin sín.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.