2 vikna pása og svo næsta Grunnnámskeið

Jæja, þá var 4 helginni af námskeiðum að ljúka en það hafa verið haldin tvö námskeið um hverja helgi seinustu 4 helgar sem er svakalegt! Frábærir nemendur og námskeiðin hafa verið að lukkast mjög vel. Hér á myndinni að neðan má sjá 4 sátta þátttakendur sem voru að ljúka við Framhaldsnámskeið 2 síðastliðinn laugardag.

Nú tekur hins vegar við ein helgi án námskeiða svo allir geti hlaðið batteríin fyrir komandi vertíð. Næsta námskeið er svo næst þann 23. mars en þá eru tvö Grunnnámskeið, annað frá 10:00-12:00 og hitt frá 12:00-14:00. Það er 1 laust pláss eftir á fyrra Grunnnámskeiðið og líklegt að losni 1-2 pláss á því næsta. Skráning og fyrirspurnir fara fram með því að senda póst á flugukast@gmail.com með skráningarformið liggur niðri.

Helgina eftir er svo páskahelgin svo það verða engin námskeið haldin þá en þá er bara komið vor !! 1. apríl gengin í garð og allir vonandi farnir út að veiða, eða kasta, ég mæli með því að fara út að kasta aðeins til að strekkja á línunni og svo þrífa og bóna hana fyrir fyrsta túrinn. Liðka aðeins kasthendina og jafnvel horfa á nokkur vel valin myndbönd hér.

Námskeið verða svo færð út á Miklatún þegar fer að viðra betur og verða þau haldin vikulega þegar nær dregur maí mánuði. Þannig að allir að fylgjast með fréttum hér af síðunni og skrá sig á námskeið sem í boði verða.

P1030100

 

Lesa meira

1 laust pláss á Grunnnámskeið 9. mars kl 12:00-14:00

Þá er eitt laust pláss eftir á flugukastnámskeið 9. mars kl 12:00-14:00 í íþróttahúsi Kársnesskóla í Kópavogi. Undanfarin námskeið hafa verið fullbókuð og margir veiðimenn sem munu koma tilbúnir inní næsta veiðitímabil sem hefst eftir aðeins 27 daga!

Engin námskeið verða helgina 16. mars en hefjast svo aftur 23. mars. Þá eru námskeiðin fullbókuð en alltaf er hægt að láta skrá sig á biðlista eftir þeim námskeiðum, sjá Ný námskeið í vetur. Nýjar dagsetningar á námskeiðum verða svo settar hér inná síðuna þegar nær dregur veiðitímabilinu og verður nóg af námskeiðum í boði nú í vor og fram á sumar. Skráning fer fram með því að senda póst á flugukast@gmail.com

Glæsileg námskeið liðinnar helgar

Liðna helgi fóru fram 2 Grunnnámskeið, annað á laugardeginum og hitt á sunnudeginum. Bæði tókust virkilega vel og halda flestir áfram á Framhaldsnámskeið 1 um næstu eða þarnæstu helgi. Ég bætti við öðru Grunnnámskeiði um næstu helgi þann 23. febrúar kl 12:00-14:00 og er það námskeið fullt en það er oft sem fólk forfallast þannig að um að gera að skrá sig og fara þá allavega á biðlista og í forgang fyrir komandi námskeið sem munu jafnvel bætast við í mars mánuði. Svo er ásókn í MPR stangirnar sem aldrei fyrr og allt að verða uppselt en það er von á nýrri sendingu á næstu vikum þannig að enginn þarf að örvænta. Svo er eins og allir vita bara 43 dagar í veiðitímabilið !! Ert þú búin/n að æfa köstin ? 🙂

Breyttar dagsetningar, ný námskeið!

Jæja þá eins og kom fram í póstinum hér á undan þá hef ég staðið í ströngu við að endurskipuleggja námskeiðin með tilliti til nýs húsnæðis, nýrra tímasetninga og dagsetninga. Í framhaldi af Grunnnámskeiði þann 17. febrúar verða öll námskeið þaðan í frá haldin í Íþróttahúsi Kársnesskóla í Kópavogi og má sjá staðsetningu þess á myndinni hér að neðan.

Karsnesskoli

Ég hef skráð niður ný námskeið og dagsetningar undir Ný námskeið í vetur og komið er upp nýtt skráningarform á síðunni undir Skráning/Hafa samband þar sem má sjá námskeið í boði í febrúar, mars og apríl. Flest námskeiðin í febrúar eru full en þó eru einhver pláss eftir á Grunnnámskeið þann 23. febrúar svo um að gera að skrá sig meðan er laust. Ef fullt á námskeið sem þið hafið áhuga á þá er ég með biðlista fyrir námskeiðin því oft forfallast einhverjir og þá kemur næsti maður á biðlista inn.

Svo er bara að fylgjast með hér á síðunni því ég mun birta reglulega tilkynningar um ný námskeið og fréttir frá liðnum námskeiðum!

Aukanámskeið !

Jæja þá eru plássin á námskeiðin ört að fyllast og komnir biðlistar eftir námskeiðum. Ég hef því farið á stúfana við að finna nýja staðsetningu fyrir aukanámskeið og er sú vinna í fullum gangi. Tímasetningar á þeim námskeiðum verða líklega aðrar en jafnvel færast námskeiðin yfir á laugardagsmorgna frá 10-12 og 12-14. Námskeiðin verða samt haldin á sömu dagsetningum eins og áður auglýst námskeið, nema eins og áður sagði verða þau jafnvel á laugardögum í staðinn. Nánari upplýsingar verða sett inn á allra næstu dögum. Skráning er í fullum gangi og munu aukaplássin verða fljótt farin miðað við viðtökur undanfarnar vikur.

Fyrsta Framhaldsnámskeiði 1 lokið

Jæja, þá voru mættir veiðimenn niðrí íþróttahús Smárans í Kópavogi kl 09:00 í morgun. Kaffi og kleinur á boðstólnum og byrjað var í rólegheitunum á að koma búnaðinum saman. Svo var farið í að rifja örstutt upp það helsta sem var farið í um seinustu helgi á Grunnnámskeiðinu og menn hafa greinilega verið að fylgjast með því enginn var búinn að gleyma neinu! En í stuttu máli þá var dagskráin þannig að við fórum betur í að ná að skjóta línunni út, lagðir voru niður húllahringir og hittnin tekin í gegn, við ímynduðum okkur vindasamar aðstæður og leystum þau kastvandamál með skilvirkum og einföldum aðferðum. Síðan var farið í að prófa sig áfram með veltikastið og að lokum renndum við hratt yfir Tví-togið en á Framhaldsnámskeiði 2 verður það eitt af meginþemunum.

Næsta Grunnnámskeið er þann 17. febrúar og er allt full á það en verið er að reyna að bæta við öðru svo ekki vera smeyk við að senda skráningu og ég svara um hæl hvernig staðan er. Síðan eru nokkur pláss laus á Grunnnámskeiðið þann 24. mars og þá eru ekki nema vika í að stangveiðitímabilið byrji ! Þetta er allt að gerast.

 

Fyrsta Grunnnámskeiði vetrarins lokið

Fyrsta Grunnnámskeið vetrarins fór fram í Smáranum í dag og voru mættir 3 galvaskir fluguveiðimenn, staðráðnir í að bæta flugukastfærnina. Það tókst svo aldeilis glimrandi vel og fóru allir sáttir heim að loknu námskeiðinu. Egill og Beggi frá Sportveiðivefnum kíktu í heimsókn og tóku upp smá myndskeið af námskeiðinu sem má sjá á heimasíðu þeirra, www.sportveidivefurinn.is á næstu dögum. Hér að neðan eru svo nokkrar myndir af námskeiðinu í dag. Skráning á næstu námskeið í fullum gangi og flest pláss að fyllast, um að gera að bóka strax!

Lesa meira

Fyrsta hraðnámskeið vetrarins

Þá er fyrsta hraðnámskeiði vetrarins lokið en það fór fram í höfuðstöðvum Landsvirkjunar í seinustu viku. Fjölmennt var á námskeiðinu og voru flestir þátttakendur með margar spurningar um köstin sem vonandi náðist að svara 🙂 Hér fylgja með tvær myndir frá námskeiðinu.

Image

Image

(myndir tók Egill Júlíusson)

Flugukastnámskeið eftir áramót

Lýsing á fyrsta námskeiði vetrarins er komin inn undir „Námskeið á næstunni“

Þetta námskeið er sett upp sem 5 skipti frá janúar fram í apríl og er hugsað fyrir fluguveiðifólk sem er að stíga sín fyrstu skref í sportinu og vill læra hlutina rétt frá byrjun.

Framhaldsnámskeið fyrir lengra komna verða auglýst fljótlega.