Jæja, þá var 4 helginni af námskeiðum að ljúka en það hafa verið haldin tvö námskeið um hverja helgi seinustu 4 helgar sem er svakalegt! Frábærir nemendur og námskeiðin hafa verið að lukkast mjög vel. Hér á myndinni að neðan má sjá 4 sátta þátttakendur sem voru að ljúka við Framhaldsnámskeið 2 síðastliðinn laugardag.
Nú tekur hins vegar við ein helgi án námskeiða svo allir geti hlaðið batteríin fyrir komandi vertíð. Næsta námskeið er svo næst þann 23. mars en þá eru tvö Grunnnámskeið, annað frá 10:00-12:00 og hitt frá 12:00-14:00. Það er 1 laust pláss eftir á fyrra Grunnnámskeiðið og líklegt að losni 1-2 pláss á því næsta. Skráning og fyrirspurnir fara fram með því að senda póst á flugukast@gmail.com með skráningarformið liggur niðri.
Helgina eftir er svo páskahelgin svo það verða engin námskeið haldin þá en þá er bara komið vor !! 1. apríl gengin í garð og allir vonandi farnir út að veiða, eða kasta, ég mæli með því að fara út að kasta aðeins til að strekkja á línunni og svo þrífa og bóna hana fyrir fyrsta túrinn. Liðka aðeins kasthendina og jafnvel horfa á nokkur vel valin myndbönd hér.
Námskeið verða svo færð út á Miklatún þegar fer að viðra betur og verða þau haldin vikulega þegar nær dregur maí mánuði. Þannig að allir að fylgjast með fréttum hér af síðunni og skrá sig á námskeið sem í boði verða.