Hraðnámskeið í fluguköstum

Í vetur mun ég bjóða upp á svokölluð hraðnámskeið í fluguköstum. Námskeiðin eru hönnuð fyrir hópa eða fyrirtæki og henta vel sem hópefli, sem viðburður í heilsuviku eða annað í þeim dúr.

Þau eru sett upp sem 30 mín kennsla fyrir allt að 10 manna hópa. Kennt er á MPR stangir eins og þær sem eru kynntar hér og er allur búnaður útvegaður fyrir hvert námskeið.

Markmið námskeiðsins er að geta kynnt þátttakendum fyrir fluguköstum á skemmtilegan og árangursríkan hátt á skömmum tíma. Farið er yfir grunntæknina og atriði kynnt sem koma sér vel í veiðinni eins og hittni, að leggja línuna vel á vatnið, veltikastið og margt fleira.

En fyrst og fremst er þetta námskeið þar sem listin að kasta flugu vel er fléttuð inní skemmtilegt hópefli fyrir fyrirtæki eða hópa af öllum stærðum og gerðum.

Fyrirspurnir má senda með því að fylla út eftirfarandi form eða hringja í síma 666-1990.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.