MPR stendur fyrir Micro Practice Rod en þessi stöng var hönnuð af fluguveiðimanninum, stangarhönnuðinum og stofnanda ECHO Fly Fishing, Tim Rajeff. Hún var hönnuð til að gera veiðimönnum kleift að æfa köstin sín innadyra án þess að þurfa vera inní stórum íþróttasal.
Stöngin er hönnuð þannig að þyngdarhlutföllin milli línunnar og stangarinnar eru eins og á venjulegri flugustöng og þess vegna er tilfinningin að kasta MPR stönginni mjög lík og á venjulegri flugustöng.
Þessi snilldargræja hefur reynst mér gríðarlega vel í kennslu jafnt sem í að æfa sjálfur köstin mín með henni. Það fer lítið fyrir henni, hægt að taka með hvert sem er og hægt að kasta henni hvar sem er.
Umsögn um MPR stöngina á www.activeangler.com
og á www.coloradoskiesoutfitters.com
Myndband af stönginni í „alvöru aðstæðum“ má sjá í tengli hér að neðan.
Verð: 12.000 kr.
TILBOÐ: 10.500 UPPSELT