Námskeiðslýsingar

Fyrirkomulag Grunnnámskeiðs, Framhaldsnámskeiðs 1 og Framhaldsnámskeiðs 2 verður með svipuðu sniði í sumar og var fyrri sumur. Að auki verður í boði einkakennsla á einhendu og tvíhendu fyrir hópa og einstaklinga. Lýsingu námskeiðanna, ásamt verði og staðsetningu má sjá hér að neðan.

Grunnnámskeið
Grunnnámskeið er hugsað sem undirstöðunámskeið fyrir byrjendur sem og vana fluguveiðimenn. Tekið er á helstu grunnatriðunum í köstunum sem gera þátttakendum kleift að ná góðri færni á skömmum tíma. Fyrir vana veiðimenn er þetta kjörið námskeið til að lagfæra gamla vana sem hamla frekari framför í köstunum. Hér er það sem verður lögð áhersla á:

– Góð líkamsstaða, afslappaðar hreyfingar.
– Stærð á kastlykkjum.
– Farið yfir nokkur mikilvæg hugtök svo sem kastvinkil, kastsveiflu og kraftbeitingu.
– Stjórn á flugulínunni í loftinu.
– Samræmi milli hægri og vinstri handar í köstunum.
– Og seinast en ekki síst, að fá línuna til að leggjast beint á vatnsflötinn.

Hvar? Við Ugluhóla í Breiðholti nema annað sé tekið fram
Hvenær? Sjá Dagsetningar
Hve lengi? Hvert námskeið er 2 klst að lengd

Verð: 10.000 kr. á þátttakanda

ATH. Hámarksfjöldi á námskeið er 5 manns.

Framhaldsnámskeið 1
Framhaldsnámskeið 1 er beint framhald af Grunnnámskeiðinu þar sem þátttakendur öðlast mikilvæga grunnþekkingu á fluguköstum og læra rétta tækni frá upphafi. Hér verður áhersla lögð á að festa grunntæknina í sessi og beita henni í öllum þeim aðstæðum sem fluguveiðimenn geta lent í. Áhersla verður lögð á eftirfarandi atriði:

– Að auka kastvegalengd með því að „skjóta“ línunni út.
– Að kasta í hliðarvindi, meðvindi og mótvindi.
– Hittni í köstunum, að geta látið fluguna lenda á þeim stað sem maður vill.
– Veltikastið, kastið sem kemur þér úr klandri hvar sem er.
– Tvítogið kynnt til sögunnar, tækni og tilgangur.

Hvar? Við Ugluhóla í Breiðholti nema annað sé tekið fram
Hvenær? Sjá Dagsetningar
Hve lengi? Hvert námskeið er 2 klst að lengd

Verð: 10.000 kr. á þátttakanda

ATH. Hámarksfjöldi á námskeið er 5 manns.

Framhaldsnámskeið 2
Framhaldsnámskeið 2 er síðasta námskeiðið í röðinni en langt í frá það sísta. Þetta námskeið er síðasta skrefið í að mynda framtíðarkasttækni þátttakenda. Áhersla er á eftirfarandi atriði:

– Fullkomin stjórn á kastlykkjum.
– Lágmörkun líkamlegrar áreynslu við köstin
– Áhrifarík tvítogstækni.
– Svo og nokkur góð köst til að hafa uppí erminni við erfiðar aðstæður t.d.
– Beygjuköst, ef kasta á bakvið stein eða láta línuna lenda í hlykk einhversstaðar á vatnsfletinum.
– Þurrfluguköst, hvernig á að koma þurrflugunni á vatnsyfirborð með sem áhrifaríkustum hætti.
– Hvernig á að kasta þungum túpum.

Hvar? Við Ugluhóla í Breiðholti nema annað sé tekið fram
Hvenær? Sjá Dagsetningar
Hve lengi? Hvert námskeið er 2 klst að lengd

Verð: 10.000 kr. á þátttakanda

ATH. Hámarksfjöldi á hvert námskeið er 5 manns

Einkakennsla
Að læra í hóp hentar ekki öllum auk þess sem stundum eru sérstök atriði sem veiðimenn og konur vilja láta lagfæra eða fá aðstoð við. Því verður boðið uppá einkakennslu í sumar á einhendu eða tvíhendu fyrir einstaklinga og hópa. Tímasetning, staðsetning og verð fer eftir samkomulagi. Fyrirspurnir sendist á flugukast@gmail.com

A49E3332A49E3335A49E3367A49E3528P1030099 IMG_1711 23032013242 P1030095 IMG_1707

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.