Styttist í að námskeið hefjist

Nú eru einungis nokkrar vikur í að veiðitímabilið hefjist á ný og það þýðir að kastnámskeiðin vinsælu fara að byrja aftur. Stefnt er að því að halda fyrsta Grunnnámskeiðið í lok apríl og svo vikulega þaðan af. Einnig verða Framhaldsnámskeið auglýst um miðjan maí og sem og Spey kastnámskeið fyrir einhendu. Dagsetningar námskeiða verða auglýstar hér á flugukast.is, á facebook síðu okkar og á instagram undir @flugukast.is. Fylgist með!

img_20190308_145209

Námskeiðum lokið sumarið 2018

Sumarið liðið enn á ný og fjöldi námskeiða að baki. Sumarið 2018 voru haldin námskeið frá lok apríl og fram í miðjan ágúst sem voru vel sótt sem endranær. Nú er veiðitímabilið senn á enda en ennþá er veitt í mörgum ám fram í október og því verður enn opið fyrir einkanámskeið ef óskað er eftir því.

Námskeiðin verða á sínum stað næsta sumar þar sem hægt verður að stíga sín fyrstu skref eða fullkomna kastið sem nær flugunni fyrir framan þann stóra.

Annars vill flugukast.is þakka öllum þeim sem komu á námskeið í sumar fyrir skemmtilegar stundir á flötinni og við vatnsbakkann.

20180628_174335

 

 

3 vikna pása í námskeiðum

Nú hafa verið haldin Grunnnámskeið í hverri viku síðan í lok apríl og námskeiðin mælst vel fyrir sem endranær. Á næstu vikum verða engin fleiri flugukastnámskeið en munu hefjast aftur um miðjan júlí mánuð og þá munu fleiri Framhaldsnámskeið verða sett upp sem og tvíhendunámskeið. Fylgist með!

perfect_loop_slide_4