Umsagnir

„Ég var á báðum áttum þegar það kom að því að ákveða hvert maður ætti að fara á flugukastnámskeið. Það var sá valkostur að skella sér á námskeið hjá Berki Smára Kristinssyni viðurkenndum flugukastkennara eða að fara á námskeið hjá Henrik Mortensen sem er heimsfrægur flugukastari og veiðimaður. Flugukastnámskeiðin hjá Berki urðu fyrir valinu þar sem þú mætir í 3 skipti (ef þú tekur allan pakkann sem ég mæli tvímælalaust með), í staðinn fyrir bara 1 skipti hjá Henrik með fleirum á námskeiðinu. Að mínu mati finnst mér fyrrnefnda uppsetningin sniðugari þótt að námskeiðin hjá Henrik eru eflaust frábær líka. Á námskeiðum Barkar færðu mikla þjónustu þar sem það eru ekki margir á námskeiðinu í einu, þú getur æft þig á milli námskeiða, kemur aftur og leiðréttir mistök – þar af leiðandi sigast þetta rækilega inn í hausinn. Námskeiðin eru vel skipulögð og útskýringar góðar – það er farið í ýmis köst og hvernig er best að fara að í sambandi við köstin í öllum aðstæðum sem koma fyrir á veiðislóð. Með leiðsögn Barkar ættu köstin að vera ykkur ekkert til vandræða um ókomna tíð og jafnvel auka skemmtanagildið í veiðinni.

Með bestu kveðjum og von um góð köst til allra í framtíðinni“

Kristófer Orri Guðmundsson

„Að kasta flugu fyrir silung eða lax er veiðiaðferð sem við hjónin höfum um skeið haft augastað á og gert nokkrar tilraunir til að ná tökum á, en án teljandi árangurs. Fyrir tilviljun rákumst við á auglýsingu um námskeið Barkar Smára Kristinssonar í byrjun þessa árs og ákváðum að þetta væri námskeið sem hentaði okkur.

Í stuttu máli sagt, þá eru þetta bestu námskeið í flugukasti sem við höfum tekið þátt í. Námskeiðin eru mjög vel upp byggð, frá undirstöðuatriðunum í grunnnámskeiðinu yfir í mismunandi aðferðir flugukastsins í framhaldsnámskeiðum. Toppurinn var svo lokanámskeiðið, Framhaldsnámskeið 3, þar sem farið var í svokölluð speyköst sem eru bæði krefjandi og skemmtileg.

Kennsla Barkar Smára er mjög skýr og jafnframt skemmtileg. Hann kann þá list að útlista eðlisþætti flugukastsins í einföldu máli og með sýnikennslu, og miðla síðan þessari tækni til nemenda með fjölbreyttum æfingum, samhliða stöðugri leiðsögn. Að loknum þessum fjórum námskeiðum teljum við okkur hafa náð nægilega góðum tökum á flugukasti til að byggja á með frekari æfingum á eigin vegum.“

Ólafur Karvel Pálsson og Svandís Bjarnadóttir.

„Nýlega eignaðist ég vandaða flugustöng og allan búnað sem þarf við fluguveiði. Vandamálið var bara að ég vissi lítið hvernig ég ætti að bera mig að. Ég fór því að vafra um á netinu og rakst þar á flugukast.is. Ég innritaði mig á Grunnnámskeið, Framhaldsnámskeið 1 og 3. Það er skemmst frá því að segja að ég varð himinlifandi. Kennslan var frábær í alla staði og afar gagnleg. Okkur voru kenndar hinar margvíslegu kast aðferðir m.a. hvernig á að bera sig að þegar er mótvindur, meðvindur, hliðarvindur. Það kom sannarlega í góðar þarfir þegar við svo fórum á Framhaldsnámskeið 3. Það fór fram á Vífilstaðavatni  og eins og allir vita þá getur blásið þar á ýmsa vegu. Ég er svo staðráðin í að taka Framhaldsnámskeið 2 næsta vor og endurmennta mig í flugukasti eftir vonandi fengsælt veiðisumar.

Verð að segja að fyrir mér hefur opnast nýr heimur og mæli ég hiklaust með þessum frábæru námskeiðum . Það er lítið gaman að eiga flottan búnað en kunna svo ekkert á hann, svo nú er um að gera að drífa sig.

Með fluguveiðikveðjum.“

Auður Þorgeirsdóttir.

 

„Ég hef verið að fikta við að kasta flugu síðustu ár með mismunandi árangri en ákvað nú skella mér á námskeið. Skráði mig á þrjú námskeið, Grunnnámskeiðið og Framhaldsnámskeð 1 og 2. Mæli hiklaust með því að taka Framhaldsnámskeiðin því þar fór þetta fyrst að verða skemmtilegt. Hlakka til að nota allar þessar mismunandi kastaðferðir í sumar.“

Smári Baldursson.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.