Flugukast.is í pásu í júlí

Þá eru tveir viðburðarríkir mánuðir af námskeiðum liðnir og kominn tími á að sinna öðrum verkefnum og áhugamálum. Fyrir þá sem hafa hug á námskeiðum í júlí þá bendum við ykkur á að hafa beint samband við Hilmar Jónsson í gegnum himmi@mail.com eða í síma 615-4512.

Fyrirspurnum á flugukast@gmail.com verður svarað mjög takmarkað í júlí.

Takk fyrir okkur og gleðilegt sumar

20190609_221715

Ný námskeið 22-26 júní

Fjögur ný námskeið voru að bætast við í næstu viku, 3 Grunnnámskeið og eitt Framhaldsnámskeið. Nú er um að gera að drífa sig á námskeið því í júlí mun hægjast vel á námskeiðahaldi. Skráning með því að senda póst á flugukast@gmail.com.

20200604_215600

Spey kastnámskeið Veiðihornsins

Dagana 9. júní og 12. júní verður haldið fyrsta Spey kastnámskeið sumarsins. Hér förum við í fræðina á bakvið Spey köstin. Afhverju notum við þau? Hvenær notum við þau? Hvernig framkvæmum við þau? Hvaða búnaður hentar best í Spey köst?  Hvað heita þau og hvað gera þau? Double Spey, Single Spey, Snake Roll, Snap T/C, Dry fly Spey, Switch Cast og svo að gera þau öll „back-handed“. Kennt er bæði á tvíhendu og einhendu. Hér komast eingöngu 4 þátttakendur að og er námskeiðið 2×2 klst (tvö kvöld), annað kvöldið á grasi og hitt á vatni. Verð er 25.000 kr pr. þátttakenda. Við verðum síðan með línur og stangir frá Veiðihorninu sem hægt verður að prófa og æfa sig á og finna muninn á eiginleikum þessa búnaðar.

96253311_538098233743967_3829126106464649216_n

Fleiri námskeið – fleiri kennarar

Í maí og júní verða fleiri námskeið haldin og nú munu allir þrír FFI vottuðu flugukastkennarar Íslands taka höndum saman og halda námskeið á vegum Flugukast.is. Kennarar eru þeir Björn Gunnarsson og Hilmar Jónsson ásamt Berki Smára, en þeir þrír eru einu flugukastkennararnir á Íslandi með kastkennararéttindi frá Fly Fishers International samtökunum. Námskeiðin verða svipuð að uppbyggingu, fjöldatakmörkun er við 5 manns á hverju námskeiði og eru gæði kennslunnar í fyrirrúmi. Námskeið hjá Birni og Hilmari fara fram á Miklatúni en í Breiðholti hjá Berki Smára.

Dagsetningar verða auglýstar með reglulegu millibili og má sjá þær hér. Skráning fer fram eins og áður með því að senda póst á flugukast@gmail.com með nafni, símanúmeri og netfangi og tilgreina á hvaða námskeið viðkomandi vill vera skráður á.

Námskeið hefjast 2020

Nú fara flugukastnámskeið hjá Flugukast.is að hefjast og verða þau haldin reglulega fram á sumar. Gert er ráð fyrir vikulegum Grunnnámskeiðum og svo sérstökum krakka-, kvenna- og framhaldsnámskeiðum inn á milli. Fyrsta námskeið verður fimmtudaginn 30. apríl nk. kl 17-19. Fleiri dagsetningar námskeiða verða auglýstar hér og á facebook. Við höldum okkur áfram við að hámarki 5 manns á námskeiði og ættum að eiga auðvelt með að passa 2 m regluna svo við brjótum ekki í bága við tilmæli Almannavarna. Gleðilegt veiðisumar 🙂

Kvennanámskeið og krakkanámskeið í júlí

Vegna fjölda áskorana hefur Grunnnámskeiði 30. júlí verið breytt í Kvennanámskeið í flugukasti. Uppsetning námskeiðsins nokkurnveginn eins og á Grunnnámskeið en eins og nafnið gefur til kynna þá er námskeiðið ætlað konum. Byrjendur sem lengra komnir eru hjartanlega velkomnir og fyrir þær sem eru lengra komnar er vel hægt að kíkja á tvítog (Double Haul), spey köst, köst í vindi og margt fleira ef óskað er eftir því. Námskeiðið kostar 10.000 kr pr. þátttakenda og verður haldið á kennslusvæði (gras) flugukast.is í Breiðholtinu.

Síðan verða haldin tvö krakkanámskeið þann 24. júlí nk, annað kl 12:00-13:30 og svo næsta kl 14:00-15:30. Haldin voru krakkanámskeið í vor sem vöktu mikla lukku og verður nú leikurin endurtekinn. 5 pláss laus á hverju námskeiði og verða barnastangir frá Veiðihorninu til taks á námskeiðinu fyrir þá sem eiga ekki stangir eða langar að prófa léttari og nettari græjur en þær sem mamma og pabbi eiga 🙂 Miðað er við að krakkar séu á aldrinum 10-14 ára en eldri og yngri krakkar eru einnig velkomnir. Námskeiðið kostar 8.000 kr pr. þátttakenda og er haldið á kennslusvæði flugukast.is í Breiðholtinu.

Skráning á bæði námskeiðin fer fram með því að senda póst á flugukast@gmail.com með nafni þátttakenda og símanúmeri (þáttakenda eða forráðamanns).

20190519_140243

Þrjú grunnnámskeið í júlí

Þá eru komnar dagsetningar fyrir þrjú ný Grunnnámskeið í júlí, skráning fer fram með því að senda póst á flugukast@gmail.com með fullu nafni og símanúmeri.

Grunnnámskeið fimmtudaginn 18. júlí kl 16:00-18:00

Grunnnámskeið fimmtudaginn 25. júlí kl 16:00-18:00

Grunnnámskeið þriðjudaginn 30. júlí kl 16:00-18:00

20190616_173740

Námskeið í pásu í júní

Eftir flott námskeið í vor er kominn tími á að setja námskeiðin í smá pásu þar sem kennarar þurfa nú sjálfir að fara að æfa köstin og veiða smá. Takk allir sem komu á námskeið í vor, það verða svo fleiri námskeið sett upp í júlí og ágúst. Fylgist með hér og á facebook! 🙂

20190601_202930

Mynd: frá veiðinámskeiði SVFR við Langá 31. maí -2. júní þar sem Hilmar Jónsson FFI kennar og Börkur Smári frá Flugukast.is kenndu nemendum réttu tökin í laxveiði.

Tvö laus pláss á Grunnnámskeiðum í maí

Miðvikudaginn 22. maí kl 17-19 og mánudaginn 27. maí kl 17-19 eru tvö laus pláss (eitt á hvoru námskeiði) og eru það síðustu sætin á Grunnnámskeiðum í bili. Kennari á þessum námskeiðum er Björn Gunnarsson FFI kennari.

Skráning með því að senda póst á flugukast@gmail.com

Krakkanámskeið 19. maí

Sérstakt kastnámskeið fyrir börn, 10-14 ára, verður haldið sunnudaginn 19. maí kl 13:00-14:30. Hámark 6 börn á námskeiði og er foreldrum ráðlagt og velkomið að vera með og læra með krökkunum. Skráning fer fram með því að senda póst á flugukast@gmail.com.